UM FÉLAGIÐ

Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavik (FFLR) er hagsmunasamtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík.  Félagið er öllum opið og kostar ekkert að ganga í það.  Við hvetjum alla foreldra leikskólabarna í Reykjavík til að skrá sig í félagið en til að gera það skaltu sendu okkur beiðni með því að smella hér.

Aðalfundur FFLR 2017

Aðalfundur Félags foreldra leikskólabarna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 22. maí n.k. í sal JCI að Hellusundi 3, 101 Reykjavík.  Kynning á fundinum verður um ráðstefnuna “Menntun 5 ára barna” sem haldin var af Rannung 15. maí s.l. á Grand Hótel.  Kynnir verður Anna Þorsteinsdóttir úr stjórn FFLR sem sótti ráðstefnuna.

Smelltu hér til að sjá tilkynningu aðalfundar.
Smelltu hér til að sjá tillögur að lagabreytingum sem stjórnin leggur fram.

ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA FÖSTUDAGINN 24. FEBRÚAR 2017
BÖRN, SKJÁTÍMI OG ÞRÁÐLAUS ÖRBYLGJUGEISLUN

Krækja á viðburðinn á Facebook: smelltu hér.
Krækja á síðu á heimasíðu: smelltu hér eða á flipann “Ráðstefna 2017″ hér að ofan.

Félag foreldra leikskólabarna í RVK hefur fylgst með nýjustu rannsóknum og umfjöllun alþjóðavísindaamfélagsins um þráðlausa örbylgjugeislun og skjátíma. Áhrif skjátíma voru skoðuð sem og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Farið var yfir nýjustu rannsóknir á þráðlausri geislun. Ráðstefnan var einstakt tækifæri til hlusta á og spyrja sérfræðinga sem eru fremstir á sínu sviði í heiminum í dag.

Bæði Dariusz Leszczynski og Lennart Hardell voru valdir í sérfræðiráð IARC (e. International Agency of Research for Cancer) undir WHO þegar þráðlaus geislun var flokkuð mögulega krabbameinsvaldandi árið 2011, en eins og margir vita flokkaði IARC efni í gúmmíkurli sem líklega krabbameinsvaldandi.  Aðrir fyrirlesarar eru bæði virtir og þekktir á sínu sviði, Prófessor Catherine Steiner-Adair frá Harvard háskóla, Dr. Robert Morris MD, Björn Hjálmarsson barnalæknir, MA í heilbrigðis- og lífsiðfræði sérfræðingur á BUGL, Cris Rowan auk Tarmo Koppel doktorsnemi sem starfar m.a. fyrir EU og yfirvöld í Eistlandi sem sérfræðingur.

Mýta er að vísindaheimurinn sé sammála um skaðsemi eða skaðleysi þráðlausrar geislunnar enda eru lönd víða um heim að að grípa til aðgerða sem eiga að vernda börn gegn of mikilli þráðlausri geislun, sérstaklega í skólaumhverfinu. Líta margir svo á að næg gögn séu komin fram til að beita varkárnilögmálinu þegar börn og unglingar og viðkvæmir eru annars vegar.  Í maí 2015 sendu t.a.m. yfir 200 sérfæðingar áskorun á Sameinuðu þjóðirnar þar sem kallað var eftir verndun almennings gegn geislun: International Scientist Appeal on Electromagnetic Fields Martin Blank .

Verið er að nota snjalltæknina og það sem hún hefur uppá að bjóða en innan ákveðins ramma og veklags sem þá verndar börn. Áhugi foreldra og skólaumhverfisins á málefnunum fer ört vaxandi en margir foreldrar kalla eftir hagnýtum verklagsreglum þegar kemur að snjalltækjum í nærumhverfi barna og unglinga. 

Sandkassi

Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík hefur áheyrnarfulltrúa í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar en auk þess að standa vörð um hagsmuni leikskólabarna og foreldra þeirra er markmið félagsins að stuðla að upplýsingagjöf og ráðgjöf.  Það er mikilvægt að félag sem gætir hagsmuna leikskólabarna hafi öfluga starfsemi en það felst einna helst í því að stuðla að vandaðri en gagnrýnni umræðu um það sem betur má fara og að veita yfirvöldum aðhald.

laesi_1Ýmis brýn málefni koma uppá borð félagsins og í síbreytilegu og hröðu samfélagi er þörfin fyrir félag sem þetta mikil.  Mikilvægt er að missa ekki sjónar á velferð barnanna okkar og aðstæðum á hvaða aldri sem þau eru.  Hagsmunagæsla fyrir hönd barnanna og foreldra þeirra er því afar mikilvæg.

Einnig hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í starfsemi félagsins að hafa samband við okkur.