Lög FFLR

Lög Félags foreldra leikskólabarna í Reykjavík

1. gr.
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík er hagsmunasamtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík.

Varnarþing félagsins er í Reykjavík.

2. gr.
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík er hagsmunasamtök fyrir foreldra leikskólabarna í Reykjavík.

Félagið hlúir að hagsmunum bæði foreldra leikskólabarna í Reykjavík og leikskólabarna þeirra og getur veitt foreldrum ráðgjöf.

3. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn á hverju ári á tímabilinu 15. mars til 31. maí.

4. gr.
Á aðalfundi skal skipa fimm manna aðalstjórn og tvo til vara, alls sjö. Aðalstjórn er samsett af formanni, féhirði, ritara og tveimur meðstjórnendum. Stjórn skiptir með sér verkum.

Hver stjórn er kosin í eitt ár í senn. Ef ekki eru næg framboð til að tryggja kosningu á sjö stjórnarmönnum skal mynda þriggja manna aðalstjórn og eins marga varamenn og mögulegt er.  Einnig skal kjósa skoðunaraðila reikninga. Kosningin skal vera leynileg og skal aðalstjórn skipa tvo aðila til þess að sjá um talningu atkvæða.

Lagabreytingar má eingöngu gera á aðalfundi félagsins. Tillögur um þær skal kynna í fundarboði aðalfundar og þarf 2/3 fundarmanna að samþykkja þær til að þær öðlist gildi.

Til aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara með tilkynningu til leikskóla í Reykjavík, á heimasíðu og Facebook síðu félagsins og víðar eins og nauðsyn þykir.

5. gr.
Allir forráðamenn leikskólabarna í Reykjavík eru sjálfkrafa félagar í félaginu svo lengi sem ekki eru innheimt félagsgjöld. Engin takmörk eru fyrir því hverjir mega vera félagsmenn í félaginu. Aðrir félagsmenn þurfa að hafa verið félagsmenn í að minnsta kosti þrjár vikur til þess að vera atkvæðabærir á aðalfundi og mega sitja í stjórn félagsins.

6. gr.
Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum rekstri og starfsemi félagsins. Ef framkvæmdastjóri er starfandi í félaginu,

fer hann með daglegan rekstur félagsins í umboði stjórnar.

7. gr.
Tillaga um árgjald skal leggja fyrir aðalfund á hverju ári til samþykktar eða synjunar.

8. gr.
Ef tillaga verður lögð fram um að leggja niður Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík eða sameina það

öðru félagi þurfa að minnsta kosti 2/3 félagsmanna að samþykkja tillöguna. Þessa tillögu má eingöngu leggja fram á aðalfundi félagsins.

Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra. Ef um sameiningu er að ræða, þá renna eignir félagsins til hins sameinaða félags.